sunnudagur, ágúst 04, 2002

Hverjum klukkan glymur

Um pistilinn sem var ekki skrifaður til að Óli kæmi með misgáfuleg svör við honum (þó hann sé næsta sannfærður um það).

Verð að svekkja Óla með því að skrifa þetta sem þýðir að ég er ekki glaður í Vaglaskógi eins og hann var svona sannfærður um. Nema mér hefði áskotnast fartölva sem væri vissulega mjög skemmtilegt. En hann ætlar sem sagt að svara pistlinum mínum og fer svo að tala um allt annað eins og hvernig ég er fullur (sem hann þekkir ekki) eða hvernig er að drekka (sem hann þekkir ekki heldur). Pistillinn aftur á móti var um hræsnina í íslensku þjóðfélagi og áhrif þess á drykkju”menningu” okkar, ekki óður til áfengis og fæ ég illskilið hvernig má skilja hann þannig – en sá pistill kemur máski seinna. En ég misskildi náttúrulega Mikka Torfa með því að lesa allan pistilinn – en sá hluti pistilsins sem enginn annar hafði kommenterað mikið á var aðeins skrifaður til að blekkja mig – og auðvitað var allur þessi pistill skrifaður til að blekkja Óla. Annars var ég náttúrulega eyðilagður yfir því að einhverjum ónafngreindum vini Óla finnist ég leiðinlegur fullur en gladdist fljótt aftur þegar ég var sjúkdómsgreindur með eitthvað sem heitir Hemingwayduld. Hef aldrei heyrt um þennan kvilla áður en er bara ósköp sáttur við hann enda maðurinn snillingur. Það hefði verið verra ef ég hefði verið með til dæmis Woody Allen-duld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home