föstudagur, nóvember 19, 2004

slæður, pinnahælar og neglur

Átti í umræðum um meðal annars slæður múslimskra kvenna og pyntingaskó vestrænna kynsystra þeirra og pælingin var um hvort hér væri um samskonar kúgunartæki að ræða. En finnst virkilega einhverjum körlum háhælaðir pinnaskór og langar blóðrauðar neglur sexí? Er þetta ekki miklu frekar einhver kvöð frá konum sjálfum – eða jafnvel oddhvöss morðvopn sem nota má á karldýr sem koma of nálægt.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert latur og leiðinlegur.

Óli Gneisti

3:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.politik.is/?id=940
tekið úr greininni "um slæður og mannréttindi" eftir Sólveigu Skaptadóttur

sama pæling og ég var með :)

Frelsið er undarlegt
Okkur finnst það vera frelsi að ganga með derhúfu alla daga, það er frelsi að lita á sér hárið grænt og ganga í rifnum gallabuxum. Þetta eru birtingarmyndir sundraðrar vestrænnar menningar. Sömu menn og eru reiðubúnir að verja frelsið til pönkaðs útlits líta á það að ganga með hijab alla daga allt árið sem tákn um ófrelsi, jafnvel þegar það er val þeirra sem þannig ganga um. Vera má að nokkuð sé til í því að slæðurnar séu hluti af kúgun múslímskra kvenna. En er ekki svo ótalmargt í klæðaburði vestrænna kvenna, svo sem háir hælar, brjóstastækkanir og fleira einnig merki um vissa kvennakúgun ef betur er að gáð. Eigum við kannski von á lögum sem banna háa hæla og brjóstastækkanir? Ég held ekki. Dýrkun líkamans byggir á vestrænu gildismati, ekki múslímsku.

Út frá vissu sjónarhorni er visst frelsi fólgið í því að fá að ganga með hijab. Ekki á sama hátt og það er að ganga með derhúfu, lita á sér hárið grænt og ganga í rifnum gallabuxum. Það ættu allir að hafa rétt til að vera eins og þeir vilja ef það skaðar ekki aðra. Um það snérist franska byltingin, mannréttindaskráin og seinni tíma mannréttindayfirlýsingar. Með ólögum eyða menn löndum.

10:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.politik.is/?id=940
úr greininni "um slæður og mannréttindi" eftir Sólveigu Skaptadóttur

frábær grein um svipuð mál
en Ásgeir ég get sko sagt þér það að flestir karlmenn eru mjög heitir fyrir támjóum leðurstígvélum :)

Frelsið er undarlegt
Okkur finnst það vera frelsi að ganga með derhúfu alla daga, það er frelsi að lita á sér hárið grænt og ganga í rifnum gallabuxum. Þetta eru birtingarmyndir sundraðrar vestrænnar menningar. Sömu menn og eru reiðubúnir að verja frelsið til pönkaðs útlits líta á það að ganga með hijab alla daga allt árið sem tákn um ófrelsi, jafnvel þegar það er val þeirra sem þannig ganga um. Vera má að nokkuð sé til í því að slæðurnar séu hluti af kúgun múslímskra kvenna. En er ekki svo ótalmargt í klæðaburði vestrænna kvenna, svo sem háir hælar, brjóstastækkanir og fleira einnig merki um vissa kvennakúgun ef betur er að gáð. Eigum við kannski von á lögum sem banna háa hæla og brjóstastækkanir? Ég held ekki. Dýrkun líkamans byggir á vestrænu gildismati, ekki múslímsku.

Út frá vissu sjónarhorni er visst frelsi fólgið í því að fá að ganga með hijab. Ekki á sama hátt og það er að ganga með derhúfu, lita á sér hárið grænt og ganga í rifnum gallabuxum. Það ættu allir að hafa rétt til að vera eins og þeir vilja ef það skaðar ekki aðra. Um það snérist franska byltingin, mannréttindaskráin og seinni tíma mannréttindayfirlýsingar. Með ólögum eyða menn löndum.

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað á næsti köttur sem þú færð þér að heita?

10:11 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Leður getur bjargað mörgu Karen mín, jafnvel pinnahælum. En fín grein - og derhúfur, úff, ef það á að banna eitthvað ...

12:14 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Næsti köttur? Tja, allt óákveðið enn. Kannski Bogart eða Kafka af því þeir eru með eins rithönd og kötturinn minn gamli. Og hvað er að bögga Óla greyið? Vill engin naglalakka táneglurnar á honum eða ...?

12:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Táneglurnar mínar eru fallega naglalakkaðar, ekkert vandamál þar þó þú hafir hætt að vilja naglalakka þær fyrir mig.

12:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home