miðvikudagur, desember 22, 2004

Hugsjónadrusla og afmæli

Afmælið hans pabba gamla og lengsti dagur ársins, enda þarf nógu langt kvöld fyrir góð afmælispartí þegar gestirnir eru fæstir vanir að vaka mikið fram yfir miðnætti. Sem sagt kominn til Akureyrar þar sem ég hef legið í öldinni hans Illuga á milli þess að liggja í leti.

Svo er ég víst að tjá mig um Hugsjónadruslu Eiríks Norðdahl hér, þ-in lentu í svo mikilli tilvistarkreppu við að komast í Kistuna að þau breyttust öll í spurnarmerki, þau ná sér vonandi fljótlega svo þetta endi ekki á ?orláksmessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home