Minnir mig á þetta rant
þriðjudagur, desember 07, 2004
Ísland er eina landið í OECD þar sem stærðfræðiárangur stúlkna er áberandi betri en drengja. Getur það hugsanlega haft eitthvað með það að gera hve stór hluti grunnskólakennara séu konur, enda kennslustarfið orðið láglaunastarf? Dæmi sem jafnvel verstu þverhausar menntunarhatarana í ríkisstjórn Íslands ættu að fatta, kynjamisrétti kemur líka niður á körlum – það virðist því miður ekki skipta þá miklu máli að það komi niður á konum.
Minnir mig á þetta rant
Minnir mig á þetta rant
1 Comments:
Í viðtali við kennara í Mogganum kom fram að stúlkur væru iðnari að reikna en strákar væru líklegri til að leita frumlegra leiða við úrlausnir. Gæti þýtt að meirihluti kvenkennaranna (sem hafa þá væntanlega líka margar verið iðnar að reikna en fylgt reglunum) sé ekki opin fyrir því að strákarnir vilji fara aðrar leiðir og því séu þeir ekki hvattir nægjanlega áfram á sínum forsendum? Bara spekúlasjón hjá mér. Finnst þetta merkilegar niðurstöður, þar sem munurinn er ekki svona mikill í öðrum löndum og því útilokað að skýra þetta bara sem eitthvað líffræðilegt. En erfitt að átta sig á hver skýringin er. Auður
Skrifa ummæli
<< Home