föstudagur, ágúst 09, 2002

Heimsyfirráð eða dauði

Hvaða minnimáttarkennd er þetta?

Svona er þegar ég er ekki í borginni til að peppa menn upp, óþarfi samt að taka það út á lesblindum, athyglissjúkum gelgjum. Annars finnst mér mín síða mun skemmtilegri en þær annars ágætu síður sem Gneistinn linkar á, enda lítillátur að eðlisfari. Fyrir utan að vera mun alþjóðlegri – síðan er meðal annars lesinn í Oxford og virtum háskólabæjum í Kanada. Fyrir utan að ég hef held ég aldrei nokkurn tímann vitnað í neitt af þessu ágæta fólki enda frekar latur við að tengja. Svo er náttúrulega bara tímaspursmál hvenær Gambrinn mun hefja skæða markaðssókn enda ómögulegt að ætlast til þess að maður standi endalaust í þessu í frítíma sínum. Leit að styrktaraðilum er að vísu ekki hafinn sökum anna en áhugasömum auglýsendum er gvuðvelkomið að leggja inn umsókn. Vissulega er maður glaður ef einhver skreytir síðuna sína fallega með link yfir til mín enda efast ég ekki um að það gerir heiminn margfalt betri en ég hef fyrir sið að gleðjast helst ekki á almannafæri enda passar það ekki nógu vel við drungalegan bakgrunninn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home