föstudagur, ágúst 02, 2002

Hetjan í sumarbókaflóðinu

Ég var aðeins að laga til samhliða því að pakka og rakst á þessa fyrirsögn á gömlu Fréttablaði í umfjöllun um góða sölu á kiljum Arnalds Indriðasonar fyrrum Moggakrítikera. Þessi grein er skrifuð án allrar íroníu þannig að mér er spurn: Hvaða flóð eru þeir að tala um? Ég vinn í bókabúð og í dag kom ný íslensk bók í búðina, sú fyrsta síðan einhverntímann fyrripart júní. Réttara að kalla þetta sumarbókaúða heldur en flóð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home