þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Hver hvað er ég? Svar mitt: Ég er samanlögð útkoma alls sem var á undan mér, alls sem ég hef verið séð gert, af öllu gert-við-mig. Ég er allir allt sem tilvist-í-veröldinni olli áhrifum sem varð fyrir áhrifum frá mér. Ég er hvað sem gerist eftir að ég er farinn sem hefði ekki gerst hefði ég ekki komið. Né er ég eitthvað sérstakur að þessu leiti, sérhvert „ég”, sérhver af hinum nú-sexhundruð-milljón-plús, inniheldur svipaða mannmergð. Ég endurtek í síðasta skiptið: til að skilja mig, þá þarftu að gleypa veröld.

Svo mælir Saleem Sinai, miðnæturbarn Salmans Rushdie. Miðnæturbörnin er vissulega, þó Indira Gandhi, Jawarlah Nehru og fleiri leiki vissulega stórt hlutverk, eftir allt saman skáldsaga um fyrstu þrjátíu árin sem Indland er sjálfstætt ríki – og þessi sannleikur á því jafnt við um að skilja raunverulegt fólk og fólk í bókum. Í ljósi þessa er vissulega spurning hvort bókaát Jakobsson tvíburanna sé ekki heimspekilegri iðja en virðist við fyrstu sýn. Samt bölvuð synd að þeir séu hættir þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home