þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Jamm, þeim hefur verið legið á hálsi að vera óþolandi sykursæt og hreinlega valdið fólki tannskemmdum við áhorf. En sumar barnastjörnur kunna að leika. Ekki verri hugmynd af topp 5 lista en hvað annað, Christina Ricci var sjötta manneskja inná listann fyrir Addams Family og sérstaklega Ice Storm en þar sem hún er eiginlega eilífðarunglingur einhvernveginn þá verður hún að bíða þess lista, we’re talking kids here.

Top 5 kid actors:

Christian Bale – Empire of the Sun
American Psycho var bara barnaleikur miðað við tilþrifin hjá Bale hérna
Rory Culkin – You Can Count on Me
Þessi mynd virkar ekki spennandi, en ekki láta titilinn eða plakkatið plata ykkur. Culkin-klanið eru fínir leikarar þangað til svona ellefu ára og Laura Linney er fín sem mamma hans og Matthew Broderick skondinn. Snilldin í þessari mynd er samt Mark Ruffallo, minnir helst á Brando áður en hann varð gamall og feitur og fékk sér búðing í kinnarnar. Og merkilegt nokk eina myndin sem kemur upp í hausinn á mér sem fjallar um systkini (og gerir það ótrúlega vel). Bræður, systur, nóg að þannig ræmum – en bróðir og systir – sem aðalþema? Það var sjaldgæfur grís að hafa farið með Auði systur á hana (tveir fyrir einn tilboð sko)
Kirsten Dunst – Interview With the Vampire
Myndin sjálf samt sú slakasta á listanum, ekki vond en Neil Jordan hefur gert miklu betur. Drífið ykkur að taka Butcher Boy – eða horfið á Crying Game og takið eftir öllum pælingunum í sambandi við IRA og hárbeittum húmornum sem þið voruð búinn að gleyma út af einu ákveðnu atriði.
Haley Joel Osment – The Sixth Sense
I see a kid acting! Var það ekki miklu meira sjokk í rauninni, Osment virtist við fyrstu sýn bara vera enn einn sykurpúðinn en svo sýnir hann líklega besta leik sem nokkur krakki hefur sýnt
Natalie Portman – Leon + Beautiful Girls
Leon er náttúrulega augljóst, Beautiful Girls síður enda föttuðu fæstir að kíkja á ræmuna. Enda virkar hún kannski ekki spennandi, Willie fer heim á æskuslóðirnar og hittir gömlu drykkjufélagana og talar við nágrannastelpuna (Portman) yfir grindverkið og allir daðra smá við Umu Thurman. En það virkar. Þetta er eiginlega bíómynd sem virkar eins og virkilega gott dægurlag (flestar bíómyndir eru meira í ætt við óperur), maður er flautandi setningar úr myndinni í hausnum á sér lengi á eftir. „I just want something beautiful.” Jú, og svo á einn vinur Willie hund sem heitir Elle McPherson. Honum finnst líka gaman að fara með heimspekifyrirlestra um gildi súpermódela. Nú er ég búinn að selja ykkur öllum myndina – nema þið gerið eins og Willie og farið og leitið af mannahausum í frystihólfinu hjá mér.

Versti barnaleikarinn

Óþolandi krakkagerpið (ég ætla ekki að gera honum þann heiður að fletta upp á nafninu) í Shane sem öskrar I love you Shane! – og við hötuðum þig öll. Ég er eiginlega viss um að hann hafi orðið nýnasisti þegar hann varð stór. Að minnsta kosti minnti þetta miklu fremur á dreng sem var að þroska í sér takmarkalausa aðdáun á ljóshærðum aríum heldur en dreng sem væri að uppgötva samkynhneigð sína. Þetta gæti að vísu farið saman … Spurning hvort þetta sé ekki bara Árni Johnsen? Þetta útlenda ættarnafn hefur alltaf verið hálf grunsamlegt.
Í framhaldi af því má náttúrulega spyrja hvort Ed Wood sé nokkuð dauður? Flutti hann ekki bara til Íslands og tók upp nafnið Davíð Oddsson? Og tók auðvitað alla aðalleikarana með, Dóra stirða, Össur þverslaufu, Steingrím Joð, Geir H. Kubb, Kolbrúnu símadömu, Jóhönnu „I’ll be back” Tortímanda (þegar þú hefur ekki efni á Arnold …), Palla Pedersen og Sollu Pé til að sjá um leikmyndina. Pæliði aðeins í því og það meikar fullkomin sens – hverjum öðrum hefði dottið í hug að nota pappírslöggur í fullri alvöru?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home