þriðjudagur, mars 30, 2004

Þriðjudagsbíó

Along Came Polly

Okkur Þorsteini var náðarsamlegast boðið með á þessa “stelpumynd”, hnuss. Kvenrembur sem þessar kennslukonur eru :) – fyrir utan það að hver almennilegur karlmaður hefur smekk fyrir Ben Stiller. Rétt eins og Starsky & Hutch þá er þessi einfaldlega formúla sem einfaldlega þrælvirkar út af því maður hefur á tilfinningunni að fólk sé virkilega að skemmta sér og reyna að gera góða bíómynd frekar en að mala gull. Ekki alveg í sama klassa og Starsky & Hutch en nálægt þó. Stjarna myndarinnar er þó ekki Stiller heldur sjóndapri mörðurinn – og legg ég til að hann fái aðalhlutverk í eigin mynd sem allra fyrst. Stundum eru einföldustu brandararnir nefnilega bestir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home