þriðjudagur, maí 04, 2004

Þriðjudagsbíó

They say you come to Vietnam and you understand a lot in a few minutes. The rest has got to be lived. The smell is the first thing that hits you, promising everything – in exchange for your soul. And the heat ... your shirt is straight away a rag. You can hardly remember your name and what you came to escape from. But at night, there is a breeze, the river is beautiful, You could be forgiven for thinking there’s no war, that the gunshots were fireworks, that only pleasure matters, a pipe of opium or the touch of a girl that might tell you she loved you.

Brot úr mónólóg Thomas Fowler (Michael Caine) í The Quiet American

Prag var – og er – mitt Víetnam. Maður fékk þessa tilfinningu í magann fyrst þegar maður kom þarna á Evrópuflakki vorið ’98 – eitthvað í andrúmsloftinu, ekki lykt beinlínis, en eitthvað sem maður þekkir svo vel, óefnd loforð, sálin dreifð um heiminn, ástæða fararinnar er löngu horfin og eftir stendur aðeins óljós þrá sem er stundum líkari fíkn, ég er bara ekki nógu laginn við að gleyma, ég tími aldrei sálinni allri – og hvað það sem ég var að flýja breytir því ekki að ég flý þetta aldrei. Því heimurinn verður ekki umflúin nema að búa sér til hring utan um veröld sína – einu sinni var minn hringur til, Heiðarlundurinn, Vanabyggðin seinna – en nú eru hringirnir orðnir of margir til þess að hægt sé að sameina þá í einn. En þessi orð segja í raun allt sem segja þarf um ferðalög, alvöru ferðalög, ekki ósvipað því sem sá mikli snillingur Erik Roraback var vanur að segja: “Sá sem fer til Kína í viku skrifar skáldsögu, sá sem stoppar í mánuð skrifar smásögu, sá sem dvelur þar í hálfan mánuð skrifar ljóð og sá sem er í ár skrifar ekki neitt.”

En spurning um að hætta þessu ranti og minnast aðeins á ræmuna sem var uppspretta rantsins, þessi ástarþríhyrningur lífsreynda blaðamannsins Thomas Fowler (Caine sem er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi en er fantagóður hér), þögla Ameríkanans Alden Pyle (Brendan Fraser að gera það sem hann gerir best, leika mann sem virðist sakleysið og góðmennskan uppmáluð þangað til annað kemur í ljós, sbr. Gods and Monsters) og Phuong. Persóna Phuong er máski veiki hlekkur myndarinnar, falleg en fær ósköp lítið að gera. En hún skiptir þó heilmiklu máli, hennar staða er eins og Pyle er svo andstyggilegur að benda Fowler á – ósköp svipuð stöðu Víetnam þegar þarna er komið sögu. En myndin gerist á sjötta áratugnum, er byggð á skáldsögu Graham Greene frá sama tíma sem reynst hefur merkilega mikil spásögn um stríðsbrölt Bandaríkjamanna í Víetnam áratug seinna. Ef Kanarnir hefðu bara getað haldið áfram að vera þöglir ... ef þeir gætu bara þagnað núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home