mánudagur, maí 17, 2004

Survivor All-Stars

xv

Miðvikudagskvöld, er að stilla myndbandstækið, er ekki helvítis Letterman að byrja og kynnisgerpið tilkynnir að gestir hans verði meðal annars sigurvegari Survivor All-Stars ... - þannig að það er aðallega spenna hjá mér hver lendir í öðru, þriðja og fjórða sæti, já og hver þessi pör (önnur en þetta augljósa) eru sem Auður var að tala um. Colby og Ethan held ég einu karldýrin sem ég man ekki betur en að séu á lausu (framhjáhald vissulega ágætis möguleiki en yrði líklega forðað frá beinni útsendingu) en sé nú hvorugan fyrir mér með Shi Ann eða Jennu - og þeir voru aldrei í flokki með Aliciu. Eða hélt kannski Lex fram hjá með Jerri rétt áður en hann stakk hana í bakið? Þetta er engan vegin að ganga upp, líklega hafa þær bara allar haldið við Big Tom og viðurkenna það loks í kvöld. En ég persónulega kýs hér með David Letterman út - og Leno bölvaðan líka fyrst ég er að þessu ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home