föstudagur, júní 24, 2005

Gíslataka

Dreymdi að ég væri staddur á hóteli sem var búið að taka í gíslingu. Michael Stipe var einn af gíslatökumönnunum. Var orðinn nett pirraður á kallinum og var að spá hvort ég ætti að gefa honum einn á lúðurinn eða fara niðrí herbergi og brenna alla REM diskana mína. Ákvað að líklega væri betra að gefa honum einn á lúðurinn. Er svo að frétta að síðasta færsla, sem var skrifuð undir lögum REM, hafi birst í DV. Einhver fjölmiðlaglöggur draumráðandi þarna úti?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home