fimmtudagur, júní 09, 2005
Pabbi gamli er í heimsókn, gistir hérna þangað til hann fer til Kanada á morgun. Þegar ég var að rjúka út í morgun áttaði ég mig á því þegar ég var að beygja út úr Öldugötunni að ég hafði tekið vitlausan jakka. Það er vissulega áhyggjuefni hvað jakkinn hans pabba er líkur mínum - þannig að spurningin er einfaldlega: er ég svona mikill lúði eða á ég bara svona svalan pabba?
4 Comments:
Sko - það gæti náttúrulega verið bæði - að pabbi sé í ótrúlega svölum jakka sem passi vel gráhærðum skeggjuðum manni á virðulegum aldri - en jakkinn sé samt hálf lúðalegur á þér..... nei annars - þið eruð báðir bestir :-)
Auður
Þú ert bara svona gamall Ásgeir minn. Þú ert farinn að fara í gamlingjadeildir fataverslanna þegar að þú kaupir þér föt. Get ekki verið sammála síðasta ræðumanni...og til að sporna við því að þú haldir að þú sért bestur er best að segja sannleikann...þú er greinilega alger lúði!
Þú ert bara afbrýðisamur af því pabbi minn er svalari en þinn
Minn er með hár...
Skrifa ummæli
<< Home