fimmtudagur, júní 02, 2005
Mig langar í flóðhest. Það væri afskaplega fallegt að sjá stöku flóðhest á beit umkringdan rollum þegar maður æki eftir þjóðvegum landsins. Annars gleyma þeir samt alveg að taka fram í svarinu á vísindavefnum að flóðhestar eru mannskæðustu skepnur Afríku.
4 Comments:
Anóníús indjún hér...
Nú jæja. Ekki sendirðu inn spurningu á vísindavefinn hvort flóðhestar væru til á afskekktari býlum landsins?
En hvernig er það: eru flóðhestar mjólkaðir? Þú getur spurt um það næst þegar þú meilar inn spurningu.
Hvað gagn geta flóðhestar annars gert fyrir íslenska sveitamenningu?
Kannski spurning um að stofna flóðhestabú í Flóanum. Þá setti ríkisstjórnin kannski kvóta á íslenska flóðhesta... Spurning um að redda flóðhestasæði frá Noegi og drífa í þessu ;)
Svo væri hægt að hafa fjölbragðaglímu á milli flóðhests og erfðabreyttrar ofurrollu ...
Ég held að þetta sé alger misskilningur að flóðhestar gætu lifað af íslensk sumur. Þeir koma nefnilega ekki á land til að bíta gras fyrr en orðið er dimmt - og þeir þurfa að bíða ansi lengi eftir því á Íslandi á sumrin. Auður
Skrifa ummæli
<< Home