föstudagur, maí 20, 2005

Íslendingar

Íslendingar þegar þeir vinna ekki eitthvað:

Við skiljum bara ekkert í þessu, af hverju elska ekki allir okkur? Af hverju eru Austur-Evrópa full af öllu þessu vonda fólki sem kýs okkur aldrei heldur kjósa bara hvort annað? Ekki gera Norðurlöndin svona ... Já, og svo er þetta bara helvítis sirkus. Nema að í sirkus er hellingur af ljónum og fleiri skynsömum skepnum sem bíta hausinn af þér ef þú stendur þig ekki eða ert í asnalegum fötum.

Fyrir utan það að fáir hafa jafnmikinn áhuga á þessum sirkus og einmitt Íslendingar.

Sem dæmi:

Hvað eru margir fjölmiðlamenn héðan á Eurovision?

og hvað eru margir fjölmiðlamenn héðan á Cannes?

Og hvort mun fólk frekar muna eftir Selmu eða Degi Kára eftir hundrað ár? Æ, ég veit það ekki. Eins og stemningin á þessu skeri er stundum þá hef ég mestar áhyggjur af því að við eigum bara eftir að muna eftir Gísla Marteini.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home