þriðjudagur, maí 10, 2005

Broadcast News

Horfði á þessa ágætu mynd í fyrsta skipti í langan tíma um daginn. Vakti sérstaka athygli hvað Holly Hunter hefur fríkkað með árunum, þarna er hún eingöngu í meðallagi sæt en er hins vegar margfalt fallegri nú í dag, 47 ára. Hugsanlega má kenna tísku níunda áratugarins um.

En það sem stakk mig var þó hve Tom (William Hurt) óx í áliti á kostnað Aaron (Albert Brooks). Vissulega er Tom dæmi um eitthvað sem ég hef engu síðri óbeit á en þau Jane (Hunter) og Aaron, fréttamanni sem hefur komist langt út af öllu öðru en hæfileikum (þó virðist það hafa eitthvað með útlit að gera þarna, hérna á klakanum snýst þetta meira um klíkuskap). En málið er bara það að fréttin sem Tom gerir alveg einn – og á að vera dæmi um hversu ómerkilegur hann er – er ekki alveg að virka. Í fyrsta lagi þá lætur Aaron að því liggja að þetta sé ekki alvöru frétt. Þetta er vel að merkja um þolendur kunningjanauðgana, alls ekki léttvæg kynlífsfrétt eins og Aaron gefur í skyn og algjörlega valid sem slík. Við þetta bætist hins vegar að undir lokin fer Jane að skoða upprunalega útgáfu fréttarinnar og þá kemur í ljós að tár Toms voru tekin eftir á – þó í sömu töku – enda aðeins ein myndavél á staðnum. Verður kella bálreið og talar um svik við fréttamannastéttina og algjöran skort á siðgæði o.s.frv. En þó vissulega megi setja spurningamerki við þetta þá er þetta ekki sú hrikalega fölsun sem Jane vill vera láta, frétt er jú aldrei algjörlega raunveruleikinn sjálfur. Það breytir á engan hátt inntaki fréttarinnar þó Tom gráti né sannleiksgildi hennar. Það er eins og Jane haldi að þau séu að gera Dogma-mynd. Þetta er hugsanlega yfirsjón, en hún er smávægileg enda skiptir hún í raun engu máli – nema hún gæti jafnvel vakið einhvern til umhugsunar um mikilvægt málefni.

Fyrir utan þennan veikleika – og eitístískuna náttúrulega – þá er myndin mjög fín sýn á mismunandi starsmenn á fréttastofu og þá pólitík sem þar viðgengst. Ekkert ósvipuð The Insider en kannski hversdagslegri, það er ekkert eitt stórmál sem allt velltur á.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Anónímús indjúnhöfðingi hér,

Er stráksi svag fyrir sér eldri konum? Holly Hunter, 47 ára? Tja. Ég bara spyr.

Væri annars til í að sjá þessa mynd. Er hún ekki til á öllum meðalleigum bæjarins?

11:31 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Eins og Edward Norton benti einhverju sinni á þá er eins og eitt affair with an older woman mikilvægt þroska hvers ungs manns. Annars ætti að vera ágætis séns að finna ræmuna fyrst hún er til á pínulitlu videoleigunni næst mér

11:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home