föstudagur, apríl 29, 2005
Vísindaferð og lokapartí á eftir. Gott mál, nema af því ég asnaðist til þess að vera í þessum aukakúrsum og er með allt á síðustu stundu á ég alltof mikið eftir. Þannig að fyrst drekk ég til að gleyma. Svo drekk ég til að skemmta mér. Þegar það verður hins vegar komið með karókígræjurnar sem verið er að hóta þá skipti ég beina leið yfir í kakóið.
3 Comments:
Og ekki drekka of mikið svo þú getir mætt í tökur á morgun.
On another note; síðan þín er alger skroll-killer maður, hvað læturðu hana eiginlega archive'a sig sjaldan? Maður skrollar alla leið niður í helvíti.
En þetta var einmitt ástæðan fyrir því að ég hætti við að taka þátt í herra Ísland, þeir slefuðu svo mikið þegar ég mætti að mér leist ekkert á þetta. Svo er ég náttúrulega alveg tilbúin í tökur á morgun - og auðvitað er þessi síða ekkert annað en inngangur í helvíti, það er heitt þarna neðst. Að lokum vil ég fagna því að sænskir lesendur síðunnar eru loksins komnir út úr skelinni, núna hafið þið þarna í Uzbekistan enga afsökun lengur fyrir að kommenta ekki.
Hvenær klárar þú? Auður
Skrifa ummæli
<< Home