þriðjudagur, apríl 19, 2005

Taxi

Hitti pabba vinar míns í dag þegar ég tók leigubíl (á kostnað greiðanda afnotagjalda náttúrulega enda að leika mér hjá útvarpinu). Spjölluðum eitthvað um soninn enda erum við sameiginlegir áhugamenn um það hvenær hann fer nú að klára BA-ritgerðina. Svo fór ég að spá hvað mér þótti svona einkennilegt við þetta. Jú, eftir að maður flutti suður þá hittir maður nánast aldrei foreldra vina og kunningja. Sem er vissulega mikil synd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home