laugardagur, apríl 16, 2005

Garden State

I woke up near Rittenhouse Square
There was noise in the hall; snow was flowing in the air
And I could see just then the flashing spark
Of the match to my first smoke


Fyrir ekki löngu síðan langaði mig að sjá helling af myndum á kvikmyndahátíðinni. Núna langar mig bara að sjá eina, Garden State, aftur og aftur og aftur.

Annars var gærdagurinn fyrir margra hluta sakir skemmtilegur. Í fyrsta lagi ætlaði ég að vera í vinnunni til hálffjögur en endaði á að vera klukkutíma lengur út af því ég var farinn að skemmta mér svo vel við að gera auglýsingaspjöld fyrir útsöluna. Einstein, Elvis og aðrir sem ég kann að hafa móðgað eru hér með beðnir afsökunar.

Kíkti svo í Kringluna í skókaupaleiðangur. Strætóferðirnar óvenju skemmtilegar í báðar áttir, af hverju er ekki alltaf svona sætar stelpur í strætó? Fann skó sem allir voru sammála um kvöldið að væru hreint rosalega nýjir. Hreinlega nýjastir. Kannski orðnir gamlir núna samt enda rigning úti.

Þá var það næstsíðasta Snápapartí annarinnar, fámennt en góðmennt og við Ingveldur vorum þau einu sem entumst niðrí bæ. Vorum samt ekki alveg að fíla neinn stað nógu vel þannig að við erum búin að ákveða að fara að stofna kaffihús. Ef einhver veit um ókeypis húsnæði á Laugarveginum má láta mig vita. Svo þurfum við líklega einhvern sem er ekki bókmenntafræðingur til að sjá um reikningana og svoleiðis.

Hitti svo báða uppáhalds Kristjánana mína. Það var raunar eitt það besta við gærdaginn, Reykjavík er þannig borg að maður hittir sjaldnast neinn óvart. Nema í gær. Núna er ég svo bara að bíða eftir að Söngvakeppnin sé búin svo ég geti horft á upptökuna. Ekki nema ár síðan ég var virðulegur framhaldsskólakennari að sjá til þess að litlu dýrin mín úr FNV færu sér ekki að voða í stórborgarferð sinni til að sjá þessa sömu keppni. Ókei, virðulegur er alveg örugglega ekki rétta orðið ... en endum þetta á laginu sem við byrjuðum þetta á, þrátt fyrir veðrið er ég í alvörunni farinn að halda að vorið sé alveg að koma ...

I see your feet at the edge of the bed
While an old Love song is creeping into your head
And as your eyes just closed I could only guess
If you were dreaming of me again

1 Comments:

Blogger veldurvandræðum said...

já og takk fyrir seinast. Ef að við værum ekki í þessu námi þá væri þetta nördabekkur með réttu. Með kaffihúsið, ég man ekki betur en við ætluðum að hafa það á tveimur hæðum með kúl tónlist á annarri og kúl spjallaðstöðu á hinni. Ef við verðum atvinnulausir fjölmiðlamenn í framtíðinni þá stofnum við þetta kaffihús....það lítur þá reyndar allt út fyrir að við gerum það fljótlega.

12:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home