Þar sem það var ekki nóg að gera fyrir þá freistaðist ég til þess að fá mér kvikmyndahátíðarpassa. Enda Garden State, La Mala Education, Ett Hål i mitt hjärta, Der Untergang, Hotel Rwanda, I Heart Huckabees og Maria Full of Grace allar skylduáhorf, fyrir utan náttúrulega Móturhjóladagbækurnar sem er frumsýnd á sérsýningu með Salles á morgun. Þá á ég þrjár myndir eftir, Kinsey, Napoleon Dynamite, The Woodsman, Melinda & Melinda, 9 Songs og allar sem ég er að gleyma koma ágætlega til greina, svo er lýsingin á Beautiful Boxer forvitnileg: "Sönn saga um tælenskan kikkboxara sem barðist til sigurs alla leið á toppinn, til að eiga fyrir kynskiptiaðgerð." Aldrei vissi ég að Mike Tyson væri Tælenskur, en allavega ...
Svo er það Sin City í kvöld, gúrúarnir í Nexus verða væntanlega allir þar, var að gera stutta sjónvarpsfrétt um Myndasögumessuna sem lítur mjög vel út ef klippingin á morgun gengur upp. En sem sagt, það sem eftir er aprílmánaðar er mjög einfald: læra, bíó, læra, sofa ... and repeat. Spurning um að borða líka? Sjáum til, vona að þessi síða drepist ekki endanlega á meðan.
2 Comments:
sjónvarpsfrétt?
Jamm, smá samvinnuverkefni með kvikmyndaskólanum þessa vikuna. Við í fjölmiðluninni notum þau sem tökufólk við að búa til fréttatíma.
Skrifa ummæli
<< Home