föstudagur, apríl 01, 2005
Það hefur komið í ljós að ráðning Auðuns Georgs í starf útvarpsstjóra var á endanum aðeins eitt útsmognasta og best undirbúna aprílgabb sem RÚV hefur staðið fyrir. Hið sanna í málinu er að Finnur Ingólfsson hefur verið ráðinn í starfið, enda Auðun ekki einu sinni með flokkskírteini. Í sárabætur verður Auðun þó væntanlega gerður að Seðlabankastjóra eða sendiherra.
2 Comments:
hæ, ásgeir. skemmtileg síða. var samt að velta því fyrir mér af hverju þú ert ekki með betu í bókmenntafræðimafíunni. eða fór hún kannski framhjá mér?
bara gleymska, maður verður náttúrulega að hafa hér konuna sem kallaði ykkur Arnar devilishly handsome ;)
Skrifa ummæli
<< Home