föstudagur, mars 11, 2005

Stuck in a Moment You Can’t Get Out Of

Líf! Farðu að gerast, núna! Ha, þarf ég að gera eitthvað sjálfur? Fjandakornið. Djöfull er of-mikið-að-gera afsökunin orðinn þreytt. Allt í góðu samt, þannig. Vantar bara smá drama. Melló medium-sized happiness er ekki alveg að gera sig nógu vel fyrir mig. Má ég þá frekar biðja um almennilegt svekkelsi.

Sakna vina sem eru úti núna. Langar til útlanda skútlanda. Vill einhver gefa mér hellings pening svo ég komist um páskana til Danmerkur Tékklands Englands Króatíu Rússlands Finnlands plús lærdómsvélmenni sem getur gert öll verkefnin sem ég þarf sjálfsagt að klára þá? Björgólfur, ég veit þú lest þetta. Óþarfi að vera nískur svona þegar páskafríið er alveg að skella á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home