Besti leikari
Johnny Depp, Finding Neverland
Leonardo DiCaprio, The Aviator
Don Cheadle, Hotel Rwanda
Clint Eastwood, Million Dollar Baby
Þetta er á milli þeirra Foxx, Depp og DiCaprio. Þeir eru allir verðugir enda álíka góðir - Eastwood er hins vegar ekki alveg í sama klassa þó góður sé og Cheadle enn óséður. Foxx er hins vegar í sístu myndinni - en þar sem mottó akademíunnar hefur lengi verið "You can't beat a blind guy" þá hlýtur hann að vinna þetta, þó vissulega sé hún sömuleiðis afskaplega veik fyrir andlegri vanheilsu - en þar sem það er varla aðalatriðið í persónu Howard Hughes eins og hún birtist í The Aviator þá dugar það varla. En rosalega á Depp styttu inni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home