mánudagur, febrúar 28, 2005

Besti aukaleikari

Morgan Freeman, Million Dollar Baby
Jamie Foxx, Collateral
Clive Owen, Closer
Thomas Haden Church, Sideways
Alan Alda, The Aviator

Alda er traustur en lítið meira á meðan að þó Church sé ágætur þá á hann líklega sístu frammistöðuna í Sideways. Owen er ansi magnaður en þó er persónan ekki alveg að ganga upp eftir því sem líður á myndina, eitthvað sem gildir um allar persónur Closer að Natalie Portman undanskilinni.
Persónulega þótti mér frammistaða Foxx í Collateral, sem er óneitanlega aðalhlutverk og ekkert annað, í raun ennþá magnaðri en frammistaða hans í Ray. En það verður líklega sú mynd sem hann fær styttuna fyrir. Freeman er traustur í Million Dollar Baby, hefur svo sem oft verið betri og myndin ofnotar kallinn dálítið sem sögumann, en ef einhverntímann var leikari sem á einfaldlega óskar inni þá er það Freeman. Þetta á vel að merkja líka við Blanchett í aukaleikkonuhópnum en hún er ung og á vonandi inni. Þetta gætu hins vegar verið síðustu forvöð að láta Freeman fá styttu. Þó vissulega ætti hún frekar að vera merkt Shawshank Redemption.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home