Óskarsmúsík
Jan A.P. Kaczmarek, Finding Neverland
John Williams, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
John Debney, The Passion of the Christ
James Newton Howard, The Village
Thomas Newman, Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events
Tónlist Kaczmarek við Finding Neverland var fjandi fín og Williams átti einn af sínum betri dögum undanfarið með Harry Potter. En hann er nú búin að fá alveg nógu margar styttur kallinn þannig að ég skýt á Finding Neverland.
Besta lag
Bruno Coulais(lag), Christophe Barratier (texti) “Vois Sur Ton Chemin” – Kórinn (Les Choristes)
David Bryson, Adam Duritz, David Immerglück, Matthew Malley, Jim Bogios, Dan Vickrey & Charles Gillingham, “Accidentally in Love” – Shrek 2
Jorge Drexler, “Al Otro Lado Del Río” – Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de motorcicleta)
Andrew Lloyd Webber (lag), Charles Hart (texti), “Learn to be Lonely” – The Phantom of the Opera
Glen Ballard & Alan Silvestri, “Believe” – The Polar Express
Sjálfsagt vinnur Óperudraugurinn þetta fyrir Lloyd Webber, en sýnishornið á þeirri mynd var svo niðurdrepandi vont - enda antíkristurinn Joel Schumacher þar við stjórnvölin - að ég fæ hreinlega ekki af mér að spá henni sigri. Ég hef góða tilfinningu fyrir laginu úr Mótorhjóladagbókunum (sem verður sýnd hér á kvikmyndahátíð í byrjun apríl minnir mig) enda byltingarsöngvar alltaf skemmtilegir. Hef samt á tilfinningunni að hún vinni ekki. Kóratónlist er svo ekki í uppáhaldi hjá mér og því þótti mér einmitt tónlistin sjálf veikleiki þeirrar ágætu frönsku myndar um Kórinn en eitthvað segir mér þó að þangað fari styttan. Tónlistin var líka veikur hlekkur í Shrek 2 en mér heyrðist að þar væru fæstir sammála mér þannig að hún er næstlíklegust.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home