föstudagur, febrúar 25, 2005

Hvers vegna í ósköpunum eyðir fólk heilli bíósýningu í það að senda sms? Pirraði mig ekkert að ráði enda sat ég nógu langt í burtu - en fjandakornið, what's the point? Það er örugglega hægt að finna sér ódýrari stað til þess að senda sms. Eina réttmæta afsökunin sem mér dettur í hug er að hann hafi verið að senda skilaboðin bíóþyrstum vini sínum í Síberíu sem er einhver hundruð kílómetra frá næsta bíói. En einhvern veginn grunar mig samt frekar að maðurinn hafi verið fáviti.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nema hann hafi verið með svona rosalega litla fartölvu að skrifa kvikmyndagagnrýni... en ég hallast að því, eins og þú, að hann sé fáviti

11:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jón aðalindjánahöfðingi hér:

úgg.

Má vera að myndin hafi verið svona ofboðslega leiðinleg? Hef farið á eindæma fúla mynd. Kunni samt ekki við að fara út í miðri mynd. Semsagt. Óskaði þess þá að ég hefði verið með símann á mér.

1:05 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

tja, hann var byrjaður of snemma til þess að geta haft hugmynd um hvort myndin væri almennileg eða ekki

4:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home