mánudagur, febrúar 21, 2005
Það var verið að tala um hve vonlaust væri að skrifa ritdóm um tónlist í Gagnrýni og ritdóma-kúrsinum um daginn. Þannig að auðvitað stóðst ég ekki mátið. Hið ómögulega er alltaf skemmtilegt. Var að skila þessu til Ástráðs og Auðar, of seint enda átti Mogginn mig alla síðustu viku og RÚV á morgun og hinn, jamm, það er lítill tími til að læra með - og ef einhver minnist á ömurlegu hagfræðina sem ég þarf að fara í próf í á miðvikudaginn þá bít ég hausinn af viðkomandi. Til hvers í fjandanum að læra hagfræði í Blaða- og fréttamennsku? Það er leiðinda misskilningur að viðskiptafréttir séu fréttir, þær eru fyrst og fremst húmbúkk. Hnuss og aftur hnuss yfir því, langar að gera eitthvað skemmtilegt. Langar að ráða mér sjálfur. Auðvitað er það þannig að um leið og maður fær eitthvað alvöru frí þá koðnar maður niðurí eitthvað andleysi, veit ekki af hverju maður er svona vanstilltur? Æ, bara eitt af þeim augnablikum sem það er svo margt sem mann langar til þess að hugsa um en þarf að hugsa um annað fyrst - sem maður fær sig ómögulega til að hugsa um. Nóg af þessu, bara blúsaður á sunnudagskvöldi af því ég sé að næsta vikan verður sama ómennska brjálæðið og sú síðasta, er ágætlega bjartsýnn á að á fimmtudaginn eftir viku verði þetta orðið sæmilega eðlilegt - en sú dagsetning virðist alltaf færast aftur. Annars er fínt að hafa nóg að gera ef það væru ekki einstaka verkefni að bögga mann sem ég hef engan áhuga á að gera, mig langar að sökkva mér frekar í allt hitt. Sem ég þarf að gera líka. Hananú, væll búinn. Best að skila dómnum um O hérna líka.
1 Comments:
Varðandi hagfræðina sem er að angra þig, þá finnst mér að fréttamenn þurfi að hafa nægilega víðtæka þekkingu til að geta spurt viðmælendur sína (t.d. stjórnmálamenn) gagnrýnna spurninga. Fréttamenn þurfa, finnst mér, að geta bent á og spurt um rökleysur, eins og t.d. þú gerðir í póstinum um Röskvuliðana. Mér fannt sá póstur mjög góður, og auðvitað varstu þarna að tala um hagfræði :^).
Skrifa ummæli
<< Home