sunnudagur, febrúar 20, 2005
Það er merkilegt að konan frá Útlendingastöð vísi endalaust til Danmerkur til þess að verja það sem er vafasamt í útlendingalögunum. Þetta er land það sem þjóðernisöfgaflokkur - sem styður ríkisstjórnina - er að fá hreint ágætis fylgi, auk þess sem skoðanabræður þeirra í Berlinske Tiderne virðast hafa ágætis dreifingu. Það má örugglega taka Dani til fyrirmyndar í einhverju, áfengisverði til dæmis, en það er erfitt að finna verri fyrirmyndir í Evrópu í útlendingamálum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home