föstudagur, febrúar 11, 2005

Kerfið er hrunið!

4-4-1. Enginn meirihluti, Stúdentaráð er komið til stúdenta aftur. Nú getum við loksins hafist handa við að búa til alvöru Háskóla sem kemur barnaskapnum í landsmálapólitíkinni ekki skapaðan hlut við. Og kvöldið var aldrei fegurra ...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jón Aðal hér. Man ekki logg í blogg og skrifa því sem indjánahöfðinginn Anónímús.

Til hamingju með sigurinn. Þetta er æði. Gott að skikka krakka til að vera krakkar. Krakkarnir í sandkassaleiknum á hinu háa Alþingi ættu að taka þetta upp..

10:21 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Takk fyrir það. Jú, þetta er hugmynd. Háskólalistann í landsmálapólitíkina :) kenna fólkinu að spila sóló og svona ...

10:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home