miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Hluti af mér er núna að spyrja sjálfan mig, grútsyfjaðann eftir lítin svefn sökum verkefnaskila og lesturs, hvort þetta með að taka 20 einingar á þessari önn hafi verið góð hugmynd. En svo er satt best að segja jafnstór hluti sem er að fíla þetta í tætlur, fá smá almennilegt brjálæði inní lífið. Líklega er einhver dularfull þörf í hverjum Íslendingi að fá smá skammt af vinnubrjálæðinu sem þjakað hefur þjóðina lengi - en um leið nauðsynlegt að passa sig að vera ekki þessi gaur til langframa. Þá endar maður bara útúrdópaður á einhverri stofnun eða upptjúnaður á einhverjum vinnustað sem maður var fyrir löngu búinn að gleyma af hverju maður byrjaði á til að byrja með. En ég er að hugsa um að leggja mig núna svo verkefnin sem ég þarf að klára fyrir morgundaginn verði ekki jafn samhengislaus og þessi færsla.

1 Comments:

Blogger veldurvandræðum said...

ó þetta getur verið erfitt. Ég tók 20 einingar seinustu önnina mína þ.e 15 ein + ba ritgerð og eftir það hét ég sjálfri mér að gera það aldrei aftur.
15 einingar eru ekki að ástæðulausu kallaðar fullt nám.
en þú getur verið súperman eina önn.

11:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home