miðvikudagur, janúar 12, 2005

Verðbréfaguttarnir sem eru að drepa Ísland

Til hamingju Norðurljós með að hafa drepið það littla rokk sem eftir var í óríkisrekknu útvarpi á Íslandi. Ekki það að það hafi verið mikið að drepa svo sem, aldraðir skallapopparar og útvarpsstöð sem skartar Stjána stuð og Freysa á ekki einu sinni skilin titil aðalrokkstöðvar Liechtenstein. En þetta er óttalega dæmigert fyrir útvarpsdeild Norðurljósa, það er allt mælt í aurum og ekki einu sinni reynt að hafa fyrir því að þykjast hafa gaman að því sem verið er að gera. Sem getur bara ekki verið góður bissness.
Gömlu bissnesskallarnir kunnu þetta, sjálfsagt hafa sumir þeirra ekki hugsað um neitt nema peninga, en þeir höfðu a.m.k. vit á því að láta það ekki skína í gegn, þeir höfðu vit á því að gera sér grein fyrir því að hlustendum er sama um hlutafjárstöðuna ef útvarpið skaffaði þeim almennilegri tónlist og talmáli. Sá eini sem virðist eftir að þeim er Björgólfur, kannski er hann einlægur - og já, ég trúi því - í því að hugsa um eitthvað fleira en peninga, en jafnvel ef svo er ekki þá ber hann samt höfuð og herðar yfir aðra í þessu viðskiptalífi hér á klakanum þó ekki sé nema fyrir það að hann heldur aurapúkanum í sér fyrir sjálfan sig.
Núna lifa blessaðir verðbréfaguttarnir í þeirri villu að okkur sé ekki fjandans sama hversu vel hin og þessi stöðin sé að reka sig á meðan músíkin er almennileg. Það óhugnanlegasta við þetta allt saman er að stundum hefur maður á tilfinningunni að hlustendur séu búnir að láta heilaþvo sig, þeir hlusti í alvöru á útvarp eftir því hvernig hlutafjárstaðan og auglýsingasalan þar sé. Ef svo er þá er líklega best að sprengja skerið í loft upp strax.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða rosalegu tónlistarpælingar eru þetta allt í einu? Tvö blogg í röð. Ég var reyndar meira pirruð þegar sjónvarpsstjórinn á Stöð 2 var rekinn, enda þessar útvarpsstöðvar ekki merkilegri en svo að þær nást ekki einu sinni í Borgarnesi ;-) En GSE virðist vera alvarlega að ofmetnast í velgengni sinni og farinn að hugsa einungis um eitt: vald, vald, vald og nóg af því - til að ráðskast sem mest með fólk, reka það bara af því hann fílar það ekki ofrv.

10:09 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Hvað segirðu? Ertu sem sagt að gefa í skyn að einhverjar útvarpstöðvar náist í Borgarnesi?

10:33 f.h.  
Blogger veldurvandræðum said...

Það verður gaman að sjá áframhaldið hjá Íslenska útvarpsfélaginu og Fréttum...hvað mun gerast??? hverjum verður sagt upp??? Er fjölmiðlamarkaðurinn á íslandi að lognast út af?? Held að það sé best að hætta í þessu fjölmiðlanámi, virðist ekki vera björt framtíð í því.

6:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home