mánudagur, janúar 10, 2005
... á blog.central.is. Þegar maður er búinn að koma er manni þakkað fyrir að hafa komið skoðun sinni á framfæri. En hvað ef maður er bara að segja hæ eða óska einhverjum til hamingju með afmælið? Er það þá orðin skoðun? Smáatriði, en fer bara í taugarnar á mér þegar tölvukerfi halda að þau geti hugsað fyrir mann. Til dæmis það að eftir að ég fékk þessa tölvu í haust er wordið alltaf að spyrja mig hvort ég vilji ekki hlaða niður spænsku eða frönsku leiðréttingarforriti. Eða kannski er forritið bara á undan mér að fatta að ég sé upprennandi spænsku- og frönskuséní?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home