fimmtudagur, janúar 06, 2005
Það eru allir, réttilega, að mæra Mugison þessa dagana. Brjálæðislega falleg lög og eitthvað svo einstaklega heimilislegt, sveitalegt og heimsborgaralegt í senn. Samt eitt kvabb, þetta helvítis lag sem er í miðjunni skemmir diskinn svo agalega og kemur í veg fyrir að hann verði það masterpís sem hann ætti með réttu að vera. Trukkasorgir eru bara ekki að gera það fyrir mig.
5 Comments:
Sammála og sammála.
Anónímús, indjánahöfðinginn í Bóksölu kennaranema í Khí, segir:
Þetta er ægilegt að heyra. Lagið er brilljant á tónleikum. Þið verðið að ruslast bæði tvö á konsert með kappanum og sjá hann flytja trukkaslagarann af þeim sama jövlamóð og hann flutti það á útgáfutónleikunum í Nasa á síðasta ári. Sveimérþá. Ég var ekki klár á því hvort ég hefði rambað óvart inn á samkomukvöld Satanista eða hvað ... Blastið truggalullabíið í botn og hristið skankana í takt og þá ættuð þið fljótlega að finna fílínginn renna um æðakerfið eins og fyrirtaks mæjónes.
Bara dæmigerður trukkur sem sagt, fínn á vegum úti en virkar ekki alveg inní litlum húsum. Auðvitað þarf maður að drífa sig á tónleika hjá strák, ég hefði farið síðast ef síðasta prófið hefði ekki verið daginn eftir.
I want everybody to raise your right hand... ...now slap yourself!
en hvað ef maður er örvhentur?
Skrifa ummæli
<< Home