fimmtudagur, janúar 06, 2005

allt að gerast í Bóksölunni en samt ekkert að frétta af bókum fyrir neitt af þessum fimm (eða 7) námskeiðum sem ég verð í. Bölvað svindl. Á ekkert líf núna, of mikil vinna. Vona að ég sleppi við laugardaginn, langar að sofa út, alltof erfitt að vakna snemma fimm daga í röð eftir jólin ...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jæja kall! Gleðilegt ár og soleis. Ég kannast við þreytuna. Það er sömuleiðis helvítis hellingur að gera hjá samkeppnisaðila ykkar - í Bóksölu Kennaraháskólans. Þetta er stanslaust frá morgni til kvölds.

Ó, en ekki þykir mér þetta mikið - að vinna fimm daga vikunnar. Sjálfur sef ég lítið, vakna þreyttur, vinn eins og skepna frammi fyrir fögrum fljóðum í Kennó, en fer þá heim til að mála veggi, bóna gólf og koma slotinu í stand. Að því loknu býst ég við andvökunóttum í 6 -7 ár, kannski lengur. Það kemur í ljós. Sveimérþá. Held að ég hafi aldrei upplifað annað eins ... Enda hef ég varla sofið almennilega síðan í júlí!

Segi bara: njóttu á meðan þú getur.

uh, já. Þetta er ég hér. Anónímós, samnemandi og þjáningabróðir í bóksölu... hljómar svolítið eins og nafn á indíánahöfðingja, ekki satt?

1:38 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Tólf tímar á dag í þessari viku hérna líka, ekki svo slæmt á meðan skólinn ekki byrjaður, bara orðinn svo latur eftir jólaslæpinginn.

11:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home