laugardagur, janúar 01, 2005

Áramótaannáll

Áramótin fyrir ’97 renna saman, alltaf á Akureyri, sömu skólar og mikið til sama fólk. En eftir það man maður eitthvað smáræði ...

1997:

Fór í Sjallann, hitti samnemendur – uppgötvuðum: Við útskrifumst í ár! Þetta er okkar ár, árið sem við verðum fullorðin! Urðum að vísu full en erum varla orðin ennþá. En fjandi gaman á meðan við trúðum því.

1998:

Týról í Austurríki, gaman og allt það en kom mitt í brjálaðri vinnutörn, vakna snemma morgnunin eftir, rétt eins og öll jólin, til þess að abrauhmast, rennur saman við matarbakka og fulla þýska túrista.

1999:

Sjallinn, man af e-m ástæðum að ég hitti Eddie H en lítið meir.

2000:

Kaldur og hrakinn eftir undanfarnar hrakningar – að komast frá Týról til Prag í brjáluðu Evrópuveðri þegar allar lestaráætlanir voru í skralli og vegabréfið mitt vafasamt – var með Úkraínufélögum Önju?, Connor & co., allraþjóðakokteill frá Írlandi, Póllandi, Frans o.fl. Hálfnaður með kokteilana á barnum, var grand á því og splæsti á tíu manna hóp – verðlag í Prag hentaði vel til þess :) og þvínæst á galdrastað allra galdrastaða, Karlsbrúnna, brúnna mína. Þar sem stytturnar gráta tárunum mínum og geyma draumana mína fyrir mig. Var að kvefast en kvef er ekki til í ævintýrum.

2001:

Heima á Akureyri, stórhríð og læti og bara Trivial í Stekkjagerði.

2002:

Reykjavík, þreyttur og nýbúin að sættast eftir eitt af fátíðum alvarlegum rifrildum svona í seinni tíð, lítil stemmning í íbúð einhvers staðar í Austurbænum.

2003:

Með Ilonu, Leos og þotuliðinu í Prag, enduðum í einkasamkvæmi hjá norksum auðkýfing sem átti skemmtistað á eyju í Moldá. Líf sem maður gæti alveg vanist ...

2004:

Kaffi Akureyri, þekkti svo depressingly fáa að leiðinlegt fólk fór að verða skemmtilegt bara af því maður þekkti það. Samt minnir mig að kvöldið hafi alveg bjargast.

2005:

Deja vú frá næsta ári á undan, hitti samt enga leiðinlega núna. Held að Akureyri um áramót sé að komast á síðasta séns hjá mér, samt nóg af sætum stelpum til að horfa á. Spurning um að fara að taka upp á því að reyna við kvenfólk nú á gamals aldri ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home