föstudagur, desember 31, 2004

Bíóuppgjör 1

Best að byrja á þeim sem ég missti af, svo fólk viti af hverju fjarvera þeirra skýrist. Hef ekkert ógurlega trú á Kaldaljósi, Monster, Van Helsing, Troy, Metallica: Some Kind of Monster, Divine Intervention, The Village og Dogville en útiloka ekki að það sé eitthvað varið í þær. Hef ágætis trú á The Bourne Supremacy, The Terminal, Dawn of the Dead, Suddenly 30, Harold & Kumar Go White Castle, King Arthur, Anchorman, Wimbledon, The Manchurian Candidate og Bad Santa og á topp 10 lista flakki mínu um daginn sýndist mér að allar eigi þær sér sína stuðningsmenn. Hver veit með íslenskar myndir eins og Íslenska sveitin og Í takt við tímann - sem ég efast samt stórlega að standi undir nafni. Þær myndir sem mig grunar þó helst að hefðu getað komist á topp 10 listann ef ég hefði ekki trassað að sjá þær eru:

Collateral, enda Michael Mann hörkuleikstjóri og Cruise í ágætisstuði þessi misserin sem leikari, Hellboy þó að sýnishornið hafi lítið heillað, Dodgeball, enda var drengur góður mjög hrifinn af henni á Hostelinu í Edinborg - you had to be there... og Sky Captain and the World of Tomorrow því hún virkar heillandi og furðuleg og annað hvort snilldarleg eða algjört flopp.

Annars er ég að reyna að skera listann niður, það virðast alltaf vera akkúrat 14 myndir á hverju ári sem eiga erindi inn á topp 10 listann. Spurning um að gera bara topp 14 lista? Framhald á morgun, nú er röðin komin að annálum, skaupi, flugeldum og einhverju vafasömu eftir það vonandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home