Margir nefndu þetta ár heimildamyndanna og ef þær hefðu allar verið jafn ótrúlega mögnuð og þessi þá væri það réttnefni. Fjallaklifur hefur hingað til átt furðu erfitt uppdráttar í bíó en þessi hrakfallasaga fjallgöngumanns sem klöngrast fótbrotinn niður úr Andesfjöllum gæti breytt því. Hér eru það smáatriðin sem skipta máli, smáatriðin sem verða til þess að okkur verður líka illt í löppinni við að horfa, örvæntinguna, einmanaleikann og ákveðnina fáum við beint í æð. Það er nóg af sögum af fólki að sigrast á nær ofurmannlegum erfiðleikum til, en til að segja þær rétt verður að láta áhorfandann þjást með, finna að hér var engin ómennskir hæfileikar á ferð eða guðleg forsjón heldur óbilandi viljastyrkur sem getur flutt fjöll. Við höfum eitthvað brot af þessu öll, við verðum bara stundum að láta minna okkur á að því erfiðara sem þetta er því meira virði er það.
Sterkt kaffi (Silný kafe)
Besta íslenska myndin sem ég sá var aðallega tékknesk, enda er það náttúrulega langbesta blandan. Ótrúlega heillandi mynd um fólk að reyna að rifja upp fortíðina á meðan sambönd nútímans eru að hrynja. Og hve Markéta Coufalová er falleg með tvö algjörlega gullin augnablik. Íslenskt kvennfólk fallegast hvað?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home