Topp 10
Elsku Tim, Apaplánetan er fyrigefin. Eftir langslöppustu mynd sína gerir Burton eitthvað sem er að minnsta kosti besta mynd hans í ansi langan tíma (Sleepy Hollow var óttalega ofmetinn). Aldrei þessu vant er hinn venjulegi veikleiki Burtons, handritið, styrkur hér. Leikurinn og handbragðið vissulega til fyrirmyndar líka. En sagan er bara svo góð. Hún gengur út á tröllasögur sem faðirinn (Albert Finney og Ewan McGregor í flashback) segir syninum (Billy Crudup) – og skyggnist um leið bak við tröllasögurnar, án þess þó nokkurn tímann að gera lítið úr gildi þeirra. Hér er svipuð viska og í sögu Ivo Andric um Brúna yfir Drínu, leitað er að ævintýrinu á bak við ævintýrið.
Innrás villimannana (Les Invasions Barbares)
Villimennirnir sem vísað er í tengjast 11. september og öllu því hafaríi – en pólitíkin, athyglisverð sem hún er, gleymist fljótlega. Ástæðan er einfaldlega sú hve persónurnar eru magnaðar og sannfærandi, sérhver aukapersóna skiptir máli. Frásagnarstíll Arcand minnir stundum á sænska meistarann Moodyson, hið mannlega er ávallt í forgrunni. Samband fjölskyldunnar er heillandi og hér sjáum við í fyrsta skipti leiksigur unnin í tölvupósti – eitthvað sem þarf að sjá til að skilja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home