mánudagur, janúar 31, 2005

Skrif annars staðar

eða vikuafmæli síðasta bloggs

Í tilefni þess að það er vika síðan ég skrifaði hérna síðast er ástæða til þess að halda upp á það með því að skrifa aftur. Næsta slíka afmæli verður vonandi ekki þvílíkt stórafmæli. Þó er ekki eins og ég hafi setið auðum höndum, þvert á móti hef ég staðið í framhjáhöldum við þessa ágætu síðu út og suður. Dundaði ég mér við það að búa til bloggsíðu (og undirsíðu fyrir hvern kúrs) fyrir námið – tímabundið þangað til sú endanlega kemst í gagnið – og inná hana er ég búin að skrifa um heimóttaskap íslenskra fréttamanna og æsispennandi ritdeilu leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins og aðstandenda sýningarinnar “Ég er ekki hommi.” Svo var líka ein grein sem ég stal af þessari síðu og flikkaði upp, segið svo að bloggskrif borgi sig ekki.
Að auki eru náttúrulega forvitnilegir pistlar frá Friðriki og Sævari, ég hef það sem eitt af aðaltakmörkum næstu viku að sparka almennilega í aðra samnemendur svo þetta verði nú ekki bara þriggja manna tal. Þarf líklega að útskýra fyrir einhverjum hvernig þetta virkar ...

Þá er vissulega alltaf eitthvað að gerast í dagbókinni þó það hafi verið minna þessa vikuna.

En helstu fréttir vikunnar eru vitanlega þær að ég er kominn á langfallegasta framboðslista sem sögur fara af í Háskóla Íslands – og ef markmið okkar nást, þann síðasta. Mynd af öllu þessu fallega fólki má sjá hér.

Annars er ég að afbyggja Lesbækur ársins fyrir tíma á morgun, fátt skemmtilegra en það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home