Besta aukaleikkona
Cate Blanchett, The Aviator
Natalie Portman, Closer
Laura Linney, Kinsey
Sophie Okonedo, Hotel Rwanda
Aldrei þessu vant er þessi flokkur líklega sterkasti leikflokkurinn. Kinsey og Hotel Rwanda eru ekki enn komnar til landsins en Okonedo var reffileg í litlu hlutverki í Dirty Pretty Things á meðan Laura Linney er, rétt eins og Portman og Blanchett, einhver besta leikkona samtímans.
Madsen, Blanchett (sem var rænd af Gwyneth Paltrow fyrir Elizabeth) og Portman eru það besta við myndirnar sem þær leika í. Hepburn, afsakið Blanchett, gæti vel unnið fyrir frábæra túlkun - enda besta leikkona nútímans að túlka bestu leikkonu allra tíma. Portman er vissulega frábær í Closer en ég satt best að segja vona að hún fái sinn óskar fyrir betri mynd. En Virginia Madsen er það langbesta við Sideways, þetta er líklega rulla lífs hennar (þó vissulega væri gaman ef hún fengi fleiri svona rullur) og því tek ég sénsinn á henin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home