Besta aðlagaða handrit
David Magee, Finding Neverland – byggt á samnefndu leikriti Allan Knee
Paul Haggis, Million Dollar Baby – úr smásögum F.X. Toole (Rope Burns)
Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy & Ethan Hawke, Before Sunset – byggt á persónum fyrri myndarinnar
Jose Rivera, Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de motocicleta) – byggt á samnefndum æviminningum Che Guevara
Hér hefði ég gerst afskaplega óraunsær og spáð Before Sunset sigri enda ættu þessi óskarsverðlaun með réttu að vera einvígi á milli hennar og Eternal Sunshine of the Spotless Mind. En þar sem myndin er í raun tilnefnd í vitlausum flokki þá ætla ég að geyma það. Hún er nefnilega ekki byggð á neinu öðru en fyrri myndinni - sem þýðir að allar framhaldsmyndir ættu sjálfkrafa að fara í þennan flokk, sem hefur þó ekki endilega verið raunin.
Sideways er hins vegar nokkuð örugg með sigur hér þó margt megi finna að handritinu á meðan Finding Neverland ætti að vinna með sitt listilega handrit. Handritið er hins vegar stundum klaufalegt í Million Dollar Baby framan af (Boxari frá Austur-Þýskalandi?) auk þess sem það ofnotar Morgan Freeman sem narrator.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home