sunnudagur, febrúar 27, 2005

Besta kvikmyndataka

Bruno Delbonnel, Trúlofunin langa (Un long dimanche de finançailles)
Robert Richardson, The Aviator
Caleb Deschanel, The Passion of the Christ
Xiaoding Zhao, Hús hinna fljúgandi rýtinga (Shi mian mai fu)
John Mathieson, The Phantom of the Opera

Þetta er einvígi Trúlofunarinnar og Flugkappans, Aviator er sigurstranglegri en margar senurnar í skotgröfununm í Trúlofuninni löngu eru það listilega gerðar að ég verð að spá henni. Fjöldamörg skot í myndinni eru hreint og klárt listaverk eitt og sér, Jeunet þarf engar langar senur, bara einmana menn rammaðir inn af skotgröfum sem virðast vera að hellast yfir þá.

Besta klipping

Thelma Schoonmaker, The Aviator
Jim Miller & Paul Rubell, Collateral
Joel Cox, Million Dollar Baby
Paul Hirsch, Ray
Matt Chesse, Finding Neverland

Hér gerði óskarinn risastór mistök að fara ekki að fordæmi BAFTA sem lét Eternal Sunshine of the Spotless Mind fá afskaplega verðskulduð verðlaun fyrir frábæra klippingu. Rétt að taka fram að ég var ekki með hugann við þjóðerni klipparans þegar ég horfði - en gat ekki annað en dáðst að henni. Fyrir utan það að svipaða sögu má vissulega segja frá öðrum flokkum, með réttu ætti Eternal Sunshine ... að vera með einhverjar tólf tilnefningar eða svo.
En af þeim sem hér eru þá standa The AViator og Collateral upp úr í mínum huga. En Collateral var frumsýnd í sumar og löngu gleymd flestum gullfiskunum í akademíunni. Fyrir utan það að Thelma Schoonmaker vinnur mjög náið með Scorsese og vegna þess er hún einn af fáum klippurum sem fólk þekkir nafnið á, það telur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home