mánudagur, febrúar 28, 2005

Besta frumsamda handrit

Charlie Kaufman, Michel Gondry & Pierre Bismuth, Eternal Sunshine of the Spotless Mind
John Logan, The Aviator
Brad Bird, The Incredibles
Terry George & Kair Pearson Hotel Rwanda
Mike Leigh, Vera Drake

Jú, The Aviator á sjálfsagt eftir að vinna þetta - og á það svo sem alveg skilið sem og The Incredibles, eitt skemmtilegasta handrit af teiknimynd í mörg tungl. En ég ætla að leyfa mér að vera óraunsær hérna og spá því að menn verðlauni besta handrit Charlie Kaufman hingað til, meistaraverkið Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Hér er vel að merkja rétt að taka fram að þó handritið sé eignað þremur þá á Kaufman vissulega langmest í því, þáttur Bismuth er fyrst og fremst sá að hafa gaukað hugmyndinni að Kaufman í matarboði og Gondry var fyrst og fremst með í ráðum á meðan Kaufman skrifaði handritið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home