mánudagur, febrúar 28, 2005

Besta leikkona

Kate Winslet, Eternal Sunshine of the Spotless Mind
Hilary Swank, Million Dollar Baby
Annette Bening, Being Julia
Catalina Sandino Moreno, Maria Full of Grace
Imelda Staunton, Vera Drake

Það er líklega óskhyggja hjá mér að spá Íslandsvininum og smekkkonunni Kate Winslet (sem var auðvitað að lepja öl með mér ofar á Laugarveginum á meðan hún sendi áhættuleikkonuna sína til þess að villa um fyrir fólki á uppastaðnum við Austurstræti) sigri fyrir yndislega frammistöðu sem Clementine, frammistöðu sem var full af hjarta og visku bak við bláa hárlokkana. En til vara vona ég að Hillary Swank vinni frekar en Annette Bening í slag þeirra sigurstranglegustu. Bening er ágætlega sannfærandi hér, eins og hún var í American Beauty (þar sem hún var líka tilnefnd og tapaði fyrir stórleik Swank í Boys Don't Cry). Eða öllu heldur, hún er ágætlega sannfærandi að leika persónur sem virka hálfpartinn sem teiknimyndakarakterar á mann. Það er góðra gjalda vert en Swank er svo sannarlega af holdi og blóði þar sem hún svitnar í boxhringnum. Hef eðlilega ekki enn getað séð Staunton og Moreno, en er mjög spenntur fyrir Maria Full of Grace sem mig grunar að sé tímabær mynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home