fimmtudagur, mars 03, 2005

Andlaus og krambúleraður

Var að vonast til þess að losna úr andleysi undanfarinnar viku, en var svo skyndilega að drepast í öxlinni án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Var svo að fara með ruslið út í tunnu, sem er stödd í niðamyrkri bak við hús, sé ég að það eru skyndilega komnir einhverjir leigjendur í kjallaraíbúðina og verður svo mikið um að ég hryn niður þrepin og er þar með enn krambúleraðri en fyrr. Aðallega samt þannig að ég næ ekki að einbeita mér að neinu sem orsakar almennan pirring. Til viðbótar við því að einmitt núna er ég með óttalega leið á sjálfum mér. En ég treysti því að árshátíð á morgun með fullt af skemmtilegu fólki komi manni í rétta gírinn aftur.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Indjánahöfðinginn Anóní hér:

Verður svo kannski skyndilega ofurölvi á afturfótunum á árshátíð í kvöld? Og skyndilega þunnur á morgun?

1:48 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Já, vitanlega. Svo tökum við Lethal Weapon atriðið þar sem ég set öxlina aftur í lið eins og á öllum almennilegum árshátíðum

3:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home