Besta mynd
Million Dollar Baby
Sideways
Ray
Finding Neverland
Eitt er dálítið merkilegt hér: Þrjár myndanna eru einhverskonar tilraun til ævisagna. Þær eru mjög mistrúar hinu sannsögulega, Ray víkur lítið frá staðfestum atburðum, The Aviator tekur sér ýmis skáldaleyfi og Finding Neverland er réttilega lýst í kreditlistanum þegar sagt er að myndin sé aðeins innblásin af raunverulegum atburðum. Hins vegar er röðin öfug ef litið er á gæðin. Enda sannleikurinn um líf manna miklu betra efni í bíómynd en staðreyndirnar um líf þeirra. Og það er oft tvennt ólíkt þó oft skarist það. Málið er nefnilega að á meðan við vitum ósköp lítið annað um Ray Charles en að hann hafi verið blindur dópisti með tónlistargáfu eftir að hafa séð Ray á meðan við höfum ótrúlega djúpa tilfinningu fyrir því úr hvaða hugarheimi sagan um Pétur Pan spratt þrátt fyrir að flestu sé logið eða hagrætt um raunverulegt líf höfundarins.
Millon Dollar Baby er traust þrátt fyrir ýmsa vankannta framan af en skiptir um gír á lokasprettinum og verður allt önnur og magnaðri mynd. Hún er líklega helsti keppinautur The Aviator - og þær eru fyrir mér þær myndir hér sem koma Finding Neverland næst að gæðum. Sú vinnur þó nær örugglega ekki enda leikstjórinn Forster ekki tilnefndur. Ray er sísta myndin þrátt fyrir frábær tónlistar atriði og glansleik. Það er raunar sameiginlegt öllum myndunum fimm að leikurinn er lítalaus, helst að ég hefði viljað sjá meiri innlifun hjá Kate Beckinsale í hlutverki Ava Gardner í The Aviator. Síðan er Sideways óttalega ofmetinn, fín lítil mynd að mörgu leyti, en þó er eins og það sé eitthvað off við hana sem ég næ ekki að festa fingur á. Þó má nefna það að það er furðulegt hversu aðalleikonur myndarinnar, Virginia Madsen og Sandra Oh, eru illa nýttar og hverfa skyndilega út úr myndinni fyrir lokasprettinn - þar sem þær eru það langbesta við myndina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home