miðvikudagur, mars 16, 2005
Nú er komið í ljós að uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu, það annars ágæta herbragð þjóðleikhússtjóra, hafði óheppilegar aukaverkanir. Við erum föst með Spaugstofuna enn eitt árið. Raunar finnst mér það verst fyrir þá sjálfa, Karl Ágúst & co eru færir grínleikarar, mér dettur ekki í hug að taka það af þeim - en konseptið er orðið svo þreytt að þeir eru löngu hættir að nenna þessu. Kannski hafa þeir tíma til að vanda sig meira fyrst þeir eru ekki í leikhúsinu? Má vera, en ég held að það besta sem þeir gætu gert væri að prófa eitthvað nýtt. En Gísli Marteinn er að minnsta kosti að hætta, það má máski eiga von á einhverjum ferskleika á Ríkisbákninu á næstunni. Svo segir náttúrulega gervöll fréttastofan upp og það verður algjört anarkí og litlir Framsóknarstrákar hlaupa um alla ganga, fertug andlit á fimmtán ára herðum, og ákveða að hér eftir verði merki RÚV það sama og hjá flokknum og í stað táknmálsfrétta verður daglega þulið land, flokkurinn og RÚV, þrenning sönn og ein.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home