miðvikudagur, mars 16, 2005

Drög af bílstuldi?

Þurfti að bíða óvenju lengi eftir strætó við Bóksöluskýlið. Ein konan sem beið samtímis mér í skýlinu leiddist biðin og fór að leggja nef sitt við rúðurnar í bílstjórasætum allra bílanna sem voru staddir á bílastæðinu við hliðina að því er virtist til þess að sjá hvort þeir væru læstir. Þeir voru það allir þannig að hún neyddist til þess að taka stóra gula bílinn með okkur hinum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home