Mótórhjóladagbækurnar
Spjallaði stuttlega við Walter Salles. Hann minnir mig nokkuð á öðling mikinn sem ég hef ekki séð í þónokkurn tíma. Báðir eiga það auðvitað sameiginlegt að sætta sig ekki við neitt minna en að bjarga heiminum enda er það algjör lágmarkskrafa.
Það er vel að merkja misskilningur að þetta sé mynd um Che. Þetta er mynd um Ernesto og það hvernig Che fæðist. Stundum velti ég því fyrir mér hvað maður þarf að fæðast oft til þess að verða maður sjálfur.
Að lokum;
lifi byltingin!
Eftir lokin;
obrigado.
takk fyrir að minna okkur á það sem skiptir máli, í raun er það eitt sem skiptir máli, að minna heiminn á hann sjálfan, minna hann á að hann er okkar allra. Mennirnir sem stjórna heiminum vita ekki hver hann er, þeir þekkja ekki andlit hans. Til þess þarf kjark og dug ... og eins og eitt mótorhjól.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home