Sin City
Í raun eru þetta fyrst og fremst þrjár aðalsögur sem tengjast mislauslega, tvær þeirra eru heillandi stórborgarstef við Fríðu og dýrið og sú í miðið meinfynin ofbeldisorgía með talandi hausum og fleiru skemmtilegu. Sjónræna hliðin er auðvitað stórkostleg, eitthvað sem maður gæti ýmindað sér að Orson Welles hefði gert í Citizen Kane ef hann hefði haft nútíma tækni. Og þó hún sé vissulega ótrúlega groddaleg þá er þetta ein ljóðrænasta bíómynd sem ég hef séð.
Jú, og hún er stranglega bönnuð innan sextán ára, það eru mjög góðar ástæður fyrir því. Eða eins og Hartigan segir við litlu stúlkuna sem hann bjargar: "Cover your eyes, Nancy! I don't want you to see this." En auðvitað á hún eftir að sjá meira en nóg áður en yfir lýkur.
2 Comments:
...yfir lýkur.
Góð samantekt annars, hlakka til að sjá myndina.
corrected
Skrifa ummæli
<< Home